Róttækar breytingar nauðsynlegar

 

Vinnuhópur á vegum Sambands danskra alþýðufræðsluaðila hefur gefið út hefti með umfjöllun um framtíð alþýðufræðslunnar. Annarsvegar  nýtur alþýðufræðslan lítilla vinsælda um þessar mundir en hins vegar leiða ýmsar líkur að því að hún hafi aldrei verið jafn mikilvæg. Markmiðið með heftinu er að koma af stað umræðum sem gætu orðið kveikjan að framtíðarstefnu sambandsins og skapað umræður aðildarstofnananna. Spurningarnar sem varpað er fram í heftinu eiga erindi til allra alþýðufræðsluaðila í norrænu löndunum.

Lesið heftið á Dfs.dk