Rúmlega 70 þúsund manns stunduðu símenntun árið 2010

 
Frá árinu 2003 hefur hlutfall landsmanna á aldrinum 16-74 sem stundar einhvers konar menntun heldur farið hækkandi. Hlutfall kvenna sem sækir sér fræðslu er hærra en hlutfall karla. Þannig sóttu 35,1% kvenna á aldrinum 16-74 ára eins hvers konar fræðslu, þar með taldar þær sem stunduðu nám í skóla árið 2010, en 27,8% karla. Konur eru fleiri en karlar meðal þeirra sem sækja námskeið, stunda nám í skóla og sækja sér annars konar fræðslu. Lítill munur er á þátttöku kynjanna í símenntun meðal þeirra sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun en konur sem hafa lokið framhaldsskóla eða háskóla stunda símenntun í mun meira mæli en karlar með sambærilega menntun.