Rými fyrir menntun

 

Rými fyrir menntun-  Rom for dannelse – Rum för bildning er verkefni styrkt af Menntaáætluninni  Nordplus Horisontal  með samstarfsaðilum frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Verkefnið byggir á miðlun hugmynda og reynslu, en markmiðið er einnig að kanna hvernig samstarfi á milli bókasafna og fullorðinsfræðsluaðila er best háttað.
Með verkefninu er ætlunin að stefna að samstarfi og tengslanetum á milli fullorðinsfræðsluaðila til þess að styrkja grunnleikni fullorðinna, félagslega færni á sviði menntunar og samstarfs á milli stofnana á sviði fullorðinsfræðslu.
Markmið verkefnisins er að styrkja þverfaglegt samstarf innan alþýðufræðslu á Norðurlöndum til þess að ná meginmarkmiði um jafnan aðgang til þekkingar. Samhæfing meðal þeirra sem starfa innan alþýðufræðslunnar er mikilvægt. Þar með styrkist starfsemi bókasafna, fræðslusambanda  og annarra aðila sem vinna að því að fullorðnir geti aflað sér þekkingar á eigin forsendum.

Meira: Vofo.no