Rýr framlög til alþýðufræðslunnar samkvæmt fjárlögum

 
Fulltrúar alþýðufræðslunnar í Noregi biðu spenntir eftir fjárlögum fyrir 2008 (St.prp.nr.1, 2007/2008). Allir hafa á einn eða annan hátt tekið þátt í nýlegri úttekt ríkisstjórnarinnar  NOU 2007:11 Alþýðufræðslan – símenntun allt lífið (niðurstöður Tron nefndarinnar). Skýrslan um úttektina er ánægjuleg lesning sem varpar ljósi á fjölmörg tækifæri og miklar áskoranir. En ekkert bólar á því fjármagni sem þarf til. Aðstandendur setja traust sitt á eftirfarandi setningu í frumvarpinu „ráðuneytið mun huga að frekari aðgerðum eftir að frestur til að skila inn umsögnum er liðinn”. Fresturinn er til 14. janúar 2008.