SMILE. Nýtt verkefni til þess að þróa leiðsögn og ráðgjöf

Verkefnið SMILE (Strategic Mentorship for Integration, Learning and Equality) miðar að því að auðvelda íbúum af erlendu bergi brotnu leið inn á vinnumarkaðinn og jafnframt uppfylla kröfur iðnaðarins fyrir færni.

 
Sveitarfélagið Sävsjö stýrir verkefninu og samstarfsaðilar eru SWECAST AB, Smålandsvillan Vrigstad auk Encell við háskólann í Jönköping.
Verkefnið byggir á árangri sem varð af fyrra verkefni sem unnið var í málmiðnaðargeiranum. Í því verkefni tóku iðnin og tungumálakennarar höndum sama með styrkri ráðgjöf og leiðsögn fyrir þátttakendur. Að loknum 30 kennsluvikum fengu 3 af hverjum 4 vinnu. Markmið nýja verkefnisins SMILE er að byggja á reynslunni og þekkingunni frá fyrra verkefni og þróa og skapa almennara vinnulíkan fyrir leiðsögn og ráðgjöf. Líkanið á að vera hægt að nota í öðrum geirum en fyrstir til að reyna nýja líkanið verður timburhúsaiðnaðurinn.
Lesið meira