Sækið þekkingu og innblástur til neta NVL

Með nýju miðlunarsniði, einblöðungum er ætlunin að auðvelda aðgang að þekkingu og árangri neta NVL.

 

NVL gefur reglulega út skýrslur með kynningu á kortlagningum, samanburðargreiningum, ráðleggingum, nýjum lausnum, samantektum og fleira á breiðu sviði fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum. Í skýrslunum er verðmæt þekking fyrir þá sem starfa við fræðslu fullorðinna og NVL vil gjarnan efla útbreiðslu þekkingarinnar. 

Einblöðungunum er ætlað að miðla á auðskiljanlegan og samanþjappaðan hátt mikilvægustu eða handbærustu atriðunum til þín, sem hefur þörf fyrir snögga kynningu. Á einblöðungnum verður alltaf krækja í skýrsluna svo áhugasamir lesendur geta auðveldlega nálgast nánari upplýsingar.   

Fyrsti einblöðungurinn hefur þegar verið birtur og fleiri munu fylgja í kjölfarið. Þann fyrsta má nálgast hér