Sænska ríkisstjórnin leggur áherslu á átak í menntamálum 2017

Ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögu um áframhaldandi áherslu á átak á öllum sviðum menntageirans árið 2017 og á sviði fullorðinsfræðslu hefur þá áhrif á fjölda nemaplássa með framlögum úr ríkissjóði.

 

Við árslok er við hæfi að taka saman yfirlit yfir ákvarðanir á umliðnu ári og hver áhrif þeirra verða á því næsta. Á sviði fagháskóla verður fjárveitingum til fjölgunar á nemaplássum um 6.000, því verða rúmlega 30.000 nemapláss á því sviði á næsta ári. Þá verður auknu fjármagni einnig veitt til háskóla til þess að gera fleirum kleift að nema árið 2017. Á sviði alþýðufræðslu munu einnig verða til mörg þúsund ný nemapláss bæði í almennu námi og á sérhæfðum námskeiðum. Ríkisstjórnin eykur einnig framlög til menntunar sem fram fer í lýðskólum til þess að hvetja fólk til að leggja stund á nám sem og fyrir starfsmenntun fyrir þá sem hafa leitað lengi að atvinnu. Fullorðinsfræðsla sveitarfélaganna fær einnig framlög úr ríkissjóði til þess að fjármagna starfsmenntun 2017. 

Meira