Sænska ríkisstjórnin vill setja reglugerð um starfsheitin sjúkraliði og félagsliði

Ríkisstjórnin hefur skipað sérstaka rannsakendur sem eiga að skila tillögum um hvernig ber að setja reglur um starfsheitin sjúkraliði/félagsliði. Niðurstöður eiga að liggja fyrir í apríl 2019.

 
Sænska ríkisstjórnin vill setja reglugerð um starfsheitin sjúkraliði og félagsliði Darko Stojanovic

Ríkisstjórnin telur að starfsheitin sjúkraliði/félagsliði nái yfir ósamstæða hópa starfa með mismunandi kröfum um nám allt eftir einstaklingum og fræðsluaðilum. Meginhluti þeirra sem hafa lokið námi til starfsins hafa tekið námskeið á framhalsskólastigi tengd umönnun og umönnunaráætlunum á vegum sveitarfélaganna. Hópur þeirra sem bera þessi starfsheiti er stærsti starfshópurinn í Svíþjóð. Talið er að starfandi séu 183.000 og þar af stærsti hlutinn eða 138.000 á hjúkrunarheimilum, við heimaþjónustu og annarskonar umönnun á vegum sveitarfélaganna. Ríkisstjórnin telur að ákveða þurfi hvaða hæfni þarf til að gegna starfinu í því skini að auka gæði og öryggi sjúklinga og þjónustuþega. Rannsakendurnir eiga að lýsa inntaki og hlutverki starfsins og útskýra hvaða hæfni er krafist og leggja fram tillögu um reglugerð um  starfsheitin.

Meira