Sænski viðmiðaramminn um hæfni hlýtur nýtt nafn

 

Ákveðið hefur verið að sænski viðmiðaramminn um hæfni hljóti nýtt nafn  frá NQF  í SeQF.

Í ágúst ákvað ríkisstjórnin að innleiða evrópska viðmiðarammann um hæfni EQF - European Qualification Framework  í Svíþjóð. Fagháskólastofnuninni var falið verkefnið við að samræma og innleiða viðmiðarammanna. Fram til þessa hefur verið óljóst hvað viðmiðaramminn á að heita. Nú hefur það verið ákveðið og nafnið er SeQF. Viðmiðaramminn á að lýsa þekkingu, færni og hæfni á átta þrepum. Hann á að lýsa allri hæfni og ná yfir bæði formlegt og óformlegt nám auk hæfni innan og utan við hið opinbera skólakerfi. Markmiðið er að geta gert samanburð á öllu námi til þess að auðvelda flutning og bæta samsvörun á vinnumarkaði bæði innan lands og utan.

Nánar