Samantekt um pólitíska stefnumörkun: Gæði í raunfærnimati á Norðurlöndum

Sérfræðinganet NVL um raunfærni leggur til þekkinguna sem er grundvöllur undir þessari samantekt um stefnumörkun.

 
 Samantekt um pólitíska stefnumörkun: Gæði í raunfærnimati á Norðurlöndum Samantekt um pólitíska stefnumörkun: Gæði í raunfærnimati á Norðurlöndum

Samantektin um pólitíska stefnumörkun Gæði í raunfærnimati á Norðurlöndunum varpar ljósi á tíu ára starf raunfærnimatsnets NVL við þróun gæða í raunfærnimati, þar meðtalin nýjustu stafrænu matsverkfærin fyrir fagaðila, stefnumótendur og ráðgjafa. Þá er reifuð núverandi staða á Norðurlöndum og bent á helstu styrkleika, veikleika, tækifæri og ógnir er varða mat á raunfærni.

Netið hefur lagt fram tillögur um framtíðaraðgerðir, þar á meðal að víkka út hágæða aðferðir við raunfærnimat frá mati á formlegu námi yfir í nám sem fram fer í atvinnulífinu og við óformlegar og formlausar aðstæður.