Samantekt um samtal um einstaklinga og ævimenntun 4. desember 2015

 

Rannís og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins boðuðu til samtals um einstaklinga í ævimenntun undir yfirskriftinni „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?“ Samstarfsnetin Euroguidance, Europass og Norrænt tengslanet um nám fullorðinna, NVL stóðu saman að viðburðinum. Til samtalsins mættu nær 80 manns, einstaklingar frá öllum skólastigum, fulltrúar stjórnvalda (bæði ráðuneytis menntamála og frá skólaskrifstofum), hagsmunaaðila, atvinnulífs og nemenda sem hafði verið boðið sérstaklega. Aðal ræðumaður var Óttarr Proppé alþingismaður. Niðurstöður fundarins á íslensku er að finna á Wiki sem veitir tækifæri til frekari samskipta.