Sameiginlegur fundur fulltrúa Færeyinga, Grænlendinga og íbúa Álandseyja

Tengiliðir NVL í löndunum vilja beina sjónum að fullorðinsfræðslu, ævimenntun og æviráðgjöf.

 

Þess vegna hafa þeir tekið frumkvæði að innblásturs- og samræðufundi með viðeigandi yfirvöldum. Fundurinn verður haldinn í Þórshöfn á Færeyjum 31. maí 2017. Eitt af fjórum markmiðum í stefnu NVL, sem fundurinn grundvallast á, er að NVL beri að stuðla að þróun innleiðingar stefnu um ævimenntun og færniþróun á ólíkum sviðum fullorðinsfræðslu á Norðurlöndum. Þetta felur í sér áskorun fyrir yfirvöld á Færeyjum, Grænlandi og Álandi og af þeim sökum hafa tengiliðirnir skipulagt sameiginlegan fund þar sem þeim, ásamt öðrum aðilum er koma að NVL og eru fulltrúar viðeigandi yfirvalda í löndunum þremur, gefst tækifæri til að hittast til og ræða sameiginlegar áskoranir sem tengjast markmiðum og aðgerðum NVL í viðleitni við að innleiða og samhæfa mismunandi svið fullorðinsfræðslu og æviráðgjafar. Markmiðið er að á fundinum verði hægt að skapa leiðbeiningar um áframhaldandi þróunarvinnu fulltrúa Færeyinga, Grænlendinga og íbúa á Álandi innan NVL.