Sameiginlegur samræðufundur fyrir Grænland, Áland og Færeyjar

Tengiliðir NVL á Grænlandi, Álandi og Færeyjum vilja að áhersla verði lögð á fullorðinsfræðslu, ævimenntun og æviráðgjöf.

 

Í því skini hafa þeir átt frumkvæði að sameiginlegum hvatningar- og samræðufundi með viðeigandi yfirvöldum. Fundurinn verður haldinn í Þórshöfn á Færeyjum þann 31. maí 2017. Eitt meginmarkmið NVL, sem fundurinn byggist á, er að NVL beri að þróa stefnu fyrir fullorðinsfræðslu og færniþróun á ólíkum sviðum á Norðurlöndunum.  Þar sem þetta felur í sér áskoranir sem blasa við á Grænlandi, Álandi og Færeyjum hafa tengiliðirnir óskað eftir að halda fund með öðrum NVL fulltrúum auk fulltrúa viðeigandi yfirvalda á sjálfstjórnarsvæðunum til þess að ræða um þær, markmið og aðgerðir NVL sem styðja innleiðingu og samhæfingu ólíkra sviða fullorðinsfræðslu og æviráðgjafar. Markmiðið er að á fundinum verði lagður grundvöllur að frekara þróunarstarfi fyrir sjálfstjórnarsvæðin.