Samið um skipulag nýs atvinnu- og iðnaðarráðuneytis

 
Nýju ráðuneyti atvinnu- og iðnaðaramála sem áætlað er hefji starfsemi í upphafi árs 2008 er ætlað viðamikið hlutverk á sviði nýsköpunar-, viðskipta- og atvinnumála í Finnlandi. Ráðuneytið á að bera ábyrgð á að hrinda stórum hluta Lissabon áætlunarinnar í framkvæmd. Styrkur ráðuneytisins felst ekki hvað síst í því að vera sterkur þátttakandi á alþjóðlegum sviðum. Atvinnu- og viðskiptaráðuneytið er svar við áskorunum hins alþjóðavædda hagkerfis og á að styrkja fyrirtæki sem náð hafa árangri í alþjóðlegu samstarfi. 
Í hinu nýja atvinnu- og iðnaðarráðuneyti munu verða fjórar deildir: Vinnumála- og viðskiptadeild, vinnumarkaðs- og markaðsdeild, nýsköpunardeild auk deildar fyrir orku- og loftslagsmál. Í skiptingunni í deildir hafa verkefni ráðuneytisins verið tengd saman á nýjan máta. Nýtt skipulag veitir tækifæri til þess að samhæfa nýsköpun og framleiðni, rekstur fyrirtækja, vinnumarkaðsmál og aðgengi að starfsfólki, þróun atvinnulífs og starfsemi markaðarins ásamt því að takast á við áskoranir á sviði orku- og umhverfismála.
Nánar