Samningar iðnaðarins í höfn. Bættir möguleikar til menntunar.

Samningstímabilið er árin 2017-2020. Samningarnir fela í sér aðeins meiri launahækkanir en síðastliðin ár og að möguleikar til menntunar verða mun betri en verið hefur fram til þessa.

 

Af hálfu iðnaðarins verða veittar 200 milljónir danskra króna til færniþróunar. Veittir verða styrkir til umsamins náms, þannig að þörfum þerra sem starfa við iðnað og stríða við lestrar- eða ritunarvandamál verður mætt, ófaglærðum verður gert kleift að afla sér fagmenntunar og faglærðum að afla sér æðri menntunar.