Samningi um menntamál vel tekið á Færeyjum

Norðurlöndin verða fyrst allra landa í Evrópu sem viðurkenna öll prófskírteini sem aflað hefur verið í einhverju landi sín á meðal. e Þegar skírteinið hefur hlotið viðurkenningu í einu landi verður það sjálfkrafa viðurkennd staðfesting á færni í hinum Norðurlöndunum.

 

Samningurinn sem ráðherrar menntamála í öllum löndunum átta undirrituðu í byrjun nóvember, er endurskoðuð og rýmkuð útgáfa sem byggir á Reykjavíkuryfirlýsingunni frá árinu 2004. Samningurinn felur meðal annars í sér að auðveldara verður að flytja á milli menntastofnana og vinnustaða bæði á milli Norðurlanda og landa í Evrópusambandinu. „Þetta er afar mikilvægt fyrir Færeyinga“, segir Rigmor Dam menntamálaráðherra. „Það er brýn þörf á að bæði færeyskir námsmenn fái aðgang að menntun og atvinnu á Norðurlöndunum og og öðrum löndum innan ESB og eins að ungt fólk frá sömu löndum fái tækifæri til þess að leggja stund á nám á Færeyjum“, segir ráðherrann.  

Meira um samninginn í Skolebladet, á heimasíðu ráðuneytisins og