Samræður á milli fulltrúa Grænlands, Álands og Færeyja

Þann 31. maí 2017 fóru fram sögulegar samræður á milli fulltrúa Grænlands, Álands og Færeyja .

 

Staðan í löndunum er:

  • Á Álandi liggur fyrir áætlun um fullorðinsfræðslu
  • Á Færeyjum hefur vinnuhópur verið skipaður til þess að leggja fram tillögur um samhæfingu fullorðinsfræðslunnar
  • Á Grænlandi er unnið við að efla samstarf á milli fræðsluaðila til þess að samhæfa og efla gæði þjónustunnar

Á fundinum voru fjölmargar spurningar lagðar fram fyrir þátttakendur, sem gátu lagt fram tillögur um hvernig standa mætti að þróun sviðsins í framtíðinni. Allir voru sammála um að  framundan væru mikil vinna við að móta heildræna stefnu í löndunum öllum, eins og að móta stefnu um náms- og starfsráðgjöf, beina sjónum að því að lagalega undirstöðu skortir um ævinám og æviráðgjöf. Í öllum þremur löndum verður haldið áfram að vinna útfrá stöðunni eins og hún er í dag. Fundurinn var afar árangursríkur og vilji er til þess að hittast aftur á árinu 2018.