Samrunar skóla

 
Þá  sameinuðust Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands . Með sameiningu skólanna undir heiti og merki Háskóla Íslands, tekur gildi nýtt skipulag og stjórnkerfi Háskóla Íslands. Skólanum verður skipað í fimm fræðasvið og Kennaraháskólinn myndar stofninn í einu þeirra, menntavísindasviði. Önnur fræðasvið eru félagsvísindasvið, heilbrigðisvísindasvið, hugvísindasvið og verkfræði- og náttúruvísindasvið.
Sama dag var formleg sameining Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík í Tækniskólann skóla atvinnulífsins, sem verður stærsti framhaldsskóli landsins. Tækniskólinn er einkarekinn skóli og er rekstrarfélagið í eigu aðila atvinnulífsins, Landssambands íslenskra útvegsmanna, Samtaka iðnaðarins, Samorku, Samtaka íslenskra kaupskipaútgerða og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík.  Skólinn verður stærsti framhaldsskóli landsins með vel á þriðja þúsund nemendur, 250 starfsmenn og yfir 40 námsbrautir. Tækniskólinn verður rekinn með nýrri hugmyndafræði en verið  hefur í skólarekstri hérlendis m.a með því að stofnaðir hafa verið 11 undirskólar sem hver fyrir sig hefur sérstakan skólastjóra og  faglegt sjálfstæði.