Samstarf á milli háskólanna á svæðinu verður að veruleika

 

Að ráði Hugmyndasmiðju fyrir Norðuratlantssvæðið (Nordatlantisk Tankesmie) verður samstarfið að veruleika. Ilisimatusarfik (Háskólinn á Grænlandi), Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Nordland Universitetet (Háskólinn í Bodø) hafa ásamt Fróðskaparsetri Færeyja fengið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni til þess að koma á þverfaglegu námi til meistaraprófs sem  ber yfirskriftina „Managing Societal Development in the High North“. Háskólarnir lýsa meistaranáminu sem þverfaglegri námsbraut um sjálfbæra stjórnun og þróun á NORA-svæðinu. Markmiðið er að þeir sem ljúka náminu öðlist skilning á og geti tekist á við þau flóknu viðfangsefni sem blasa við á Norðurskautinu og og NORA-svæðinu. Námið veitir þekkingu um samfélagsleg, lögfræðileg, hagræn og umhverfisleg efni sem forsendur fyrir sjálfbærri þróun á svæðinu sem heild. Námið á að laða að bæði norræna stúdenta sem og námsmenn annarsstaðar frá.

Meira á færeysku á Setur.fo og á dönsku á Nora.fo.