Samvinna í fullorðinsfræðslu – nýir möguleikar

 
Ráðstefna um nýbreytni í fullorðinsfræðslu fer fram í Stokkhólmi þann 10. – 11. mars 2008. Á ráðstefnunni verður boðið upp á lykilfyrirlestra sem gefa yfirsýn yfir málaflokkinn ásamt  skipulögðum málstofum og styttri fyrirlestrum. Fyrirtækjakynningar og hugmyndabankar verða á ráðstefnunni. Þátttakendur í ráðstefnunni eru m.a. Jan Björklund, menntamálaráðherra og Nyamko Sabuni, ráðherra innflytjenda- og jafnréttismála.