Sarkomaa: Markmið breytinga á háskólunum er öflugt svæðisbundið háskólasamfélag

 
- Þetta er eingöngu spurningin um að háskólarnir verði enn betri staður til rannsókna, náms og kennslu. Megináskorunin er að efla og bæta gæði menntunarinnar og rannsóknanna. Um leið er gert ráð fyrir því að samstarf háskóla á sama svæði eflist til muna. Við viljum að allir háskólarnir bjóði upp á eins góða þjónustu og rannsóknir og mögulegt er sagði Sarkomaa í ræðu sinni á 50 ára afmæli háskólans í Uleåborg þann 12. maí. 
- Samhliða enduruppbyggingunni heldur þróun innra starfs háskólanna áfram. Enginn háskóli verður lagður niður en það er greinilegt að náið samstarf og sameiningar þurfa að koma til, til að tryggja gæði rannsókna og kennslu ásamt því að efla sterkan og betri háskóla. Með því að breyta skipulagi hefur um leið skapast rými til að bjóða upp á meiri sveigjanleika í kennslu og rannsóknum staðfesti Sarkomaa.
Lesið meira á www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2008/05/
oulunyliopistonjuhla.html?lang=sv