Sátt um að veita milljónum til nemaplássa

 

Danska ríkisstjórnin hefur samið við Dönsku atvinnurekendasamtökin, DA og Danska alþýðusambandið, LO um hvernig verja skuli 95 milljónum danskra króna hluta af Hagvaxtarkveikjandi aðgerðum ríkisstjórnarinnar (Vækstpakken) 2014 í aðgerðir til að skapa fleiri starfsþjálfunarpláss.

Stærstum hluta fjármagnsins eða 55 milljónum á að verja til þess að ráða umsjónarmenn starfþjálfunarplássa í starfsmenntaskólum og starfsþjálfunarmiðstöðvum. Þar að auki verður fjármunum veitt til þess að mæta þörfum lítilla fyrirtækja fyrir stjórnunaraðstoð, í aukna upplýsingagjöf, til framlengingar á tilboði ráðuneytisins á startpökkum og símaþjónustu fyrir ný fyrirtæki jafnframt til að sinna skyldum skólanna við að leiðbeina og aðstoða nemana.

Einn liður samningsins lítur að því að unnt verði að strika nema, sem eru að bíða eftir starfsþjálfunarplássi, út af biðlistanum ef þeir eru ekki reiðubúnir til þess að taka starfsþjálfunina í skóla eða í öðrum landshluta. Formaður menntamálasambandsins Hanne Pontoppidan er almennt ánægð með samninginn en telur kröfuna um að ungmenni verði að vera reiðubúin til þess að flytja langt frá heimili sínu til þess að halda stöðu sinni á biðlistanum fráleitar.

Frétt menntamálaráðuneytisins 

Frétt menntamálasambandsins