Seminar för lärare som undervisar vuxna i isländska som andraspråk / Seminar fyrir kennara sem kenna íslensku sem annað mál – fyrir fullorðna

Haldið í Norræna húsinu, föstudaginn 23. ágúst 2019 frá kl. 9.00-12.00

 
Foto: Pexels Foto: Pexels

Alfaráðið og NVL halda seminar fyrir kennara sem kenna fullorðnum innflytjendum íslensku sem annað mál.  NVL stendur fyrir Nordisk Netværk for Voksnes Læring.

Alfaráðið starfar undir NVL og sinnir verkefnum á sviði tungumálakennslu fyrir innflytjendur, sérstaklega þeirra sem eru illa læsir, og símenntunar kennara sem kenna á því sviði.  

Seminarið er ókeypis og öllum opið.

Skráning hjá: solborg@mimir.is 

Dagskrá:

9.00-9.10: Skráning

9.10-9.20: Opnun og kynning á dagskrá – Sólborg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími.

9.20-9.30: Hvað er NVL og Alfaráðið? – Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

9.30-10.15: Social orientation for newcomers, the Norwegian way – Beate Linnerud, ráðgjafi hjá Kompetanse Norge (seniorradgiver, seksjon for læreplan). 

10.15-10.45: Kaffihlé.

10.45-12.15: Alfa goes digital. Introduction to useful apps to use for language learning – Elisabeth Bergander, fyrirlesari og tölvu- og tungumálakennari við símenntunarstöðina í Sandvika, Bærum í Noregi. (IT-pedagog og lærer ved Voksenopplæringssenteret i Sandvika i Bærum kommune i Norge).

ATH! Þátttakendur eru hvattir til að koma með spjaldtölvu og að hala niður smáforritinu „Bitsboard“. 

Velkomin!