Alfaráðið og NVL halda seminar fyrir kennara sem kenna fullorðnum innflytjendum íslensku sem annað mál. NVL stendur fyrir Nordisk Netværk for Voksnes Læring.
Alfaráðið starfar undir NVL og sinnir verkefnum á sviði tungumálakennslu fyrir innflytjendur, sérstaklega þeirra sem eru illa læsir, og símenntunar kennara sem kenna á því sviði.
Seminarið er ókeypis og öllum opið.
Skráning hjá: solborg@mimir.is
Dagskrá:
9.00-9.10: Skráning
9.10-9.20: Opnun og kynning á dagskrá – Sólborg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími.
9.20-9.30: Hvað er NVL og Alfaráðið? – Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
9.30-10.15: Social orientation for newcomers, the Norwegian way – Beate Linnerud, ráðgjafi hjá Kompetanse Norge (seniorradgiver, seksjon for læreplan).
10.15-10.45: Kaffihlé.
10.45-12.15: Alfa goes digital. Introduction to useful apps to use for language learning – Elisabeth Bergander, fyrirlesari og tölvu- og tungumálakennari við símenntunarstöðina í Sandvika, Bærum í Noregi. (IT-pedagog og lærer ved Voksenopplæringssenteret i Sandvika i Bærum kommune i Norge).
ATH! Þátttakendur eru hvattir til að koma með spjaldtölvu og að hala niður smáforritinu „Bitsboard“.
Velkomin!