Sérstök aðlögun á framvindu AMU námskeiða fyrir tvítengda er árangursrík en ekki notuð

 
Sérstök aðlögun á framvindu AMU námskeiða fyrir tvítengda er árangursrík en ekki notuð www.eva.dk

Um árabil hefur verið mögulegt fyrir tvítyngda þátttakendur að fylgja sérstaklega aðlagaðri framvindu í námskeiðum. Þrátt fyrir góða reynslu var þessu tækifæri aðeins beitt fyrir 4 prósent þátttakenda árið 2013. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mati á AMU námskeiðum fyrir tvítyngda þátttakendur sem EVA danska námsmatsstofnunin framkvæmdi.

EVA kannaði árangur AMU-námskeiða og komst að því að mikill munur er á gagnsemi af námskeiðunum allt eftir því hvort þátttakendur eru af dönsku bergi brotnir eða erlendu. Mismunurinn er hvað greinilegastur í svokölluðum skírteinisnámskeiðum, en í þeim er brottfall mun algengara meðal tvítyngdra þátttakenda og einnig er algengara að þeir nái ekki tilskyldum prófum heldur en þátttakendur af dönsku bergi brotnir.

Tækifæri er til þess að aðlaga framvindu námskeiðanna fyrir tvítyngda þátttakendur sem ekki hafa fullt vald á dönsku en þar er dönskukennsla samofin fagkennslunni og starfsnámi. Í fræðslustofnununum eru menn sér meðvitaðir um gagnsemi þátttakendanna af aðlagaðri framvindu. Þrátt fyrir það njóta um það bil 96 %  þátttakenda kennslu á venjulegum námskeiðum þar sem aðlöguðu ferli er ekki beitt. 

Í mati EVA leggja fræðsluaðilar ekki áherslu á tvítyngda þátttakendur sem markhóp og það er tilviljanakennt hvort hægt er að beita aðlagaðri framvindu hjá einstaka fræðslumiðstöðvum. Brýnt er að fræðsluaðilar og aðrir hagsmunaaðilar tryggi að tvítyngdir fái tækifæri til þess að njóta markvissra tilboða.

Auk skilmerkilegrar áherslu á þarfir tvítyngdra telur EVA að gera þurfi úrbætur á mati á færni í dönsku áður en námskeiðin hefjast, til dæmis með prófi.

Lesið frétt EVA um matið

Hér er hægt að nálgast skýrslu EVA um mat á AMU námskeiðum fyrir tvítyngda þátttakendur