Sí- og endurmenntun kennara afgerandi fyrir þróun upplýsingatækni í menntun

Nemendur og námsmenn hjá kennurum sem hafa notið sí- og endurmenntunar á sviði upplýsingatækni beita henni helmingi oftar en þeir sem eru hjá kennara sem ekki hafa fengið sí- og endurmenntun á sviðinu.

 
Kennarar sem hafa notið sí- og endurmenntunar eru jafnframt jákvæðari gagnvart þróun upplýsingatækninnar.
Þetta eru niðurstöður könnunar sem fagfélag fræðsluaðila (OAJ) hefur birt. OAJ lýsir eftir stefnumörkun fyrir beitingu upplýsingatækni við kennslu og bindandi gæðaviðmiða fyrir öll skólastig. Könnunin var gerð haustið 2015 og 1.515 kennarar, skólastjórar og stjórnendur tóku þátt í henni. 
Meira