Sífellt fjölbreyttari upplýsingar um nám

 

Vefgáttin Studieinfo.fi  inniheldur meðal annars upplýsingar um tækifæri til náms að loknum grunnskóla, fjármögnun náms, náms- og starfsráðgjöf og menntun fyrir innflytjendur.  Rafræn umsókn um nám í menntaskóla eða starfsnám og í nám á háskólastigi er nú einnig gerð um vefgáttina Studieinfo. 

Unnið hefur verið að gerð síðunnar Studieinfo frá því árið 2011. Henni er haldið við og hún þróuð af menntamálastofnuninni í Finnlandi og árið 2014 voru notendur nálægt 1,5 milljón. Upplýsingar á gáttinni eru á finnsku, sænsku og ensku. Á vordögum verður lögð áhersla á að markaðssetja Studieinfo sérstaklega fyrir fullorðna t.d. með upplýsingaherferð í sjónvarpi og myndböndum með upplýsingum á YouTube.

Meira