Símenntun í lesblindukennslu

 

Nám í kennslu lesblindra veitir færni til þess að kenna unglingum og fullorðnum sem stríða við lestrarörðugleika, að greina lesblindu og til þess að leiðbeina þessum markhópi við notkun sérstakra tölvuforrita.
Þeir sem standa að menntuninni eru þau Hans Pauli Christensen, skólastjóri og Winnie Christensen, sérkennari frá Fullorðinsfræðslumiðstöðinni í Albertslundi í Danmörku. Þar að auki hefur hópurinn notið leiðsagnar gestakennara sem búa yfir sérþekkingu hver á sínu sviði. 

Meðlimir í Félagi fólks með les- og skriförðugleika gleðjast yfir menntuninni sem hinir nýútskrifuðu kennarar hafa öðlast.

Mikið framfaraskref hefur verið stigið á Færeyjum með því að hópi kennara hefur verið veitt menntun til þess að sinna þeim hópi sem stríðir við les- og skriförðugleika. „Þess er vænst að það leiði til þess að lesblindir leiti eftir aðstoð til þess að takast á við vandamálin,“ segir Anne-Karin Kjeld, sem átti frumkvæðið að stofnum Félags fólks með les- og skriförðugleika, og að fagriti fyrir grunnskólakennara „Skúlablaðið“. Þar að auki er talið að aukin umfjöllun um les- og skriförðugleika verði til þess að vekja skilning á þessum vandamálum og auðvelda fólki að leita sér aðstoðar til þess að takast á við þau.
Félag fólks með les- og skriförðugleika hefur um árabil unnið að því að bæta aðstæður markhópsins. Forsvarsmenn félagsins hafa ítrekað bent á nauðsyn þess að kennarar í grunnskólum hafi færni til þess að aðstoða þá sem stríða algenga við les- og skriförðugleika. Þeir eru afar ánægðir með að nú hafi verið tekið frumkvæði til þess að auðvelda einstaklingum að leita sér aðstoðar og til að hægt verði að grípa til viðeigandi úrræða snemma á skólagöngu barna og unglinga sem stríða við slík vandamál og bæta um leið möguleika þeirra á að ljúka skólagöngu sinni.

Nánar...