Símenntunarvikan – leið til náms fyrir alla?

 
Allir hafa tækifæri til þess að bæta við sig þekkingu en margir nýta sér þau tækifæri ekki. Markmið símenntunarvikunnar á Íslandi dagana 24.-30. september var að sýna fram á tækifærin og leiðbeina fólki um nám. Fjölmargir og ólíkir fræðsluaðilar buðu upp á fjölbreytt úrval af  námskeiðum og ráðgjöf fyrir fullorðna, leiðsögn til frekara náms. Menntamálaráðuneytið stendur fyrir vikunni en Mennt sá um skipulagningu og framkvæmd verkefnisins í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni og Mímir-símenntun á höfuðborgarsvæðinu.