Sjónum beint að innflytjendum af erlendum uppruna

 

Mentorinn getur komið úr röðum stjórnenda eða starfmanna í dönskum fyrirækjum. Á þann hátt geta frumkvöðlarnir fengið mótleikara við stofnun fyrirtækis, meðal annars leiðsögn um hvert hægt er að leita í danska kerfinu og einnig við að þróa öfluga viðskiptaáætlun. Þá geta þeir einnig komist í samband við sérstaka viðskiptavini og komið sér upp netverki í viðeigandi atvinnugeirum. Það er viðskiptaráð innflytjenda og viðskiptaráð Kaupmannahafnar sem hafa gert samning við félag Nýdana og ætlunin er að beita viðskiptamentorum úr þeirra hópi til þess að mynda pör, einn þeirra á móti einum alþjóðlegum frumkvöðli. 

Nánar á slóðinni: Startvaekst.dk