Af því tilefni bauð Iðnmeistarafélagið, Rigmor Dam, til fundar í nóvember til þess að vekja athygli á stöðu starfsmenntunar. Markmiðið var að ræða stöðuna og hvernig sporna mætti gegn þróuninni áður en hún yrði óviðráðanleg.
Aðilar voru sammála um að hrinda þyrfti í framkvæmd markvissri áróðursherferð til þess að hvetja unglingana og sýna þeim fram á hvaða tækifæri felast í starfsmenntun. Til dæmis að ungur einstaklingur á þrítugs aldri getur hafa lokið starfsnámi í iðn og hafi tryggingu fyrir að fá starf við hæfi að loknu námi og tækifæri til þess að stofna eigið fyrirtæki séu mikil. Að fundinum loknum voru báðir aðilar sammála um að þeir myndu í sameiningu grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til þess að leysa vandamál tengd skorti á iðnaðarmönnum.