Sjósókn

 

Námsvettvangur fyrir sjómenn, tækifæri og áskoranir til mennta í sjávarútvegi í samstarfi fyrirtækja og fræðsluaðila. Markmiðið er að bjóða sjómönnum sem ekki hafa lokið framhaldsskóla upp á raunfærnimat m.a. í skipsstjórn, sjómennsku, fiskvinnslu, iðngreinum og fleiri greinum. Að hvetja þá til símenntunar og náms og að fá færni sína metna.

Þá verður frá og með hausti boðið upp á nám: Menntastoðir, tölvunámskeið og enskunámskeið. Þetta námsframboð verður aðlagað að sjómönnum og þeirra starfsumhverfi. Þeir sem þess óska geta nýtt sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa til að fá frekari upplýsingar.

Samstarfsaðilar í þessu verkefni eru; Fræðsluaðilar og fræðslusjóðurinn Sjómennt meðal  samstarfsfyrirtækja eru mörg stór fyrirtæki í sjávarútvegi.