Skapandi handverk og sjálfbærni

Samnorrænar handverksbúðir fyrir ungt fólk beinir sjónum að sjálfbærri framleiðslu

 
Young Craft 2020 Young Craft 2020

Hversvegna handverksbúðir?

Ungt fólk í dag getur farið í fótboltabúðir, skátabúðir, tónlistarbúðir og annað í þeim dúr. Okkur í Norrænum samtökum heimilisiðnaðar og handverks sem er norrænt bandalag skapandi samtaka finnst að það skorti tækifæri fyrir ungt fólk til að taka þátt í handverksbúðum. Þess vegna ætlum við að standa fyrir sumarbúðunum Young Craft dagana 1.-5. júlí 2020 fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 22 ára hvaðanæva af Norðurlöndunum. Við hlökkum til!

Sjónum beint að sjálfbærni

Skapandi handverk felur í sér einstakt tækifæri, hvað viðvíkur Heimsmarkmiði 12, sem fjallar um ábyrga framleiðslu og neyslu. Skapandi handverksmenn hafa um aldir gert við hlutina sina, skapað slitsterkar afurðir og beitt sköpunargáfunni til þess að búa til það sem þeir þörfnuðust, úr því sem þeir áttu – líka endurvinnsluefni. Við viljum efla getu ungs fólks á Norðurlöndunum öllum til þess að viðhalda þessari góðu og á margan hátt sjálfbæru hefð, þeim sjálfum til gagns sem og Jörðinni okkar.

Nánar

Væri þetta eitthvað fyrir þig eða einhvern sem þú þekkir? Lestu þá meira um Young Craft á fésbókarsíðunni okkar eða líttu á dagskrána hér.