Skóli fyrir leiðsögumenn í Ittoqqortoormiit

 
Námið er aðlagað þörfum og færni sem var til staðar í Ittoqqortoormiit, þar sem gengið var út frá námi sem hafði þýðingu og svaraði þörfum námsmannanna. Svo þýðingarmikið að, námsmönnunum fannst sumu ofaukið, vegna þess að þeir þekktu það á eigin skinni, bjuggu yfir færni og leikni af eigin reynslu sem íbúar í veiðimannasamfélagi. 
Hugmyndin að leiðsöguskólanum kviknaði í samstarfi við ferðaskrifstofuna Nanu-Travel. Öll námsskráin, sem tekur yfir kennslu í heilt ár, þar sem nálgunin er hvoru tveggja í senn fræðileg og praktísk. Mest áhersla er lögð á hið síðarnefnda, vegna þess að þeir sem hafa verið valdir sem leiðbeinendur, eru veiðimenn úr byggðinni með reynslu af leiðsögn fyrir ferðamenn. Fyrir liggja einnig námsskrár fyrir nám sem tekur yfir 2 eða 3 ár.
Þá er á áætlun að fylgja náminu eftir með tilboði um nám fyrir „veiðikonur“ svo einnig verði hægt að nýta færni þeirra í þróun ferðamennskunnar.
Piareersarfiit eru staðbundin fræðslu- og ráðgjafamiðstöðvar. Það eru  Piareersarfik í hverjum bæ og í nokkrum byggðarlögum.