Skólinn í netsamfélaginu

Skólinn í stafrænu samfélagi var yfirskrift ráðstefnu sem NÁM – kennslufræðimiðstöð ráðuneytisins stóð fyrir á haustmánuðum. Hápunkturinn var velheppnað verkstæði um Nám byggt á leik, sem um það bil 400 kennarar hvaðanæva Færeyja tóku þátt í.

 
Verkstæðið um nám byggt á leik var skipulagt af Ólavur Ellefsen, athafnamanni á sviði upplýsingatækni, en hann hefur margra ára reynslu af námi og kennslu með beitingu upplýsingatækni. Hann stýrir fyrirtækinu Tøkni, sem sérhæfir sig í þróun námsleikja á ólíkum sviðum eins og til dæmis jarðfræði og fiskveiðum. Eitt meginviðfangsefni verkstæðisins var nýr námsleikur um fiskveiðar „Seafoodsim“, sem hægt er að nota sem tæki til náms á ólíkum stigum grunnskólans, í mismunandi fögum, í samræmi við námslýsingar og ólík námsmarkmið.