Sköpun og nýsköpun leiðarstef í nýrri starfsmenntaleið

Boðið verður upp á nýja námsleið við Tækniskólann í Þórshöfn fyrir handverksfólk sem aðstoðar við framleiðslu í fataiðnaði frá ágúst 2014.

 

Markmið með náminu er að þróa nýtt sérsvið innan framleiðslugreina á Færeyjum. Námið byggir á svæðisbundnu hráefni og nýsköpun á sviði hefðbundins handverks. Þessi tveggja ára grunnmenntun á að fela í sér allan framleiðsluferilinn af t.d. ull, skinni og roði, og sérstök  áhersla verður lögð á handverkið og listræna sköpun í handverkinu. Stefnt er að því að námið efli sköpunargáfu og hvetji til nýsköpunar. 

Nánar um námsleiðina, inntökukröfur og tækifæri til frekari menntunar: 
www.tst.fo/tilvirkisutb