Skortur á sænskumælandi í heilbrigðis – og umönnunargreinum

 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í  Starfaspá 2025 sem gerð er af finnsku skólamálastofnuninni. Spáin segir til um þarfir fyrir menntun og vinnuafl á meðal sænskumælandi Finna fram til ársins 2025. Eftirspurn eftir nýútskrifuðu vinnuafli mun aukast fram til ársins 2025 vegna þess að nær helmingur þeirra sem nú er starfandi mun fara á eftirlaun. Langflestir þeirra sem fara á eftirlaun á tímabilinu eru í störfum sem krefjast starfmenntunar.

Spáin er kynnt á slóðinni: www.edu.fi/yrke2025 og á fésbókinni
Nánar á: Oph.fi