Skýrsla um færni frá sjónarhóli atvinnulífsins – í norrænu samhengi

NVL-netið um færni frá sjónarhóli atvinnulífsins kynnir niðurstöður þverfaglegs starfs síns og leggur fram tilmæli á málþingum á Norðurlöndum.

 

Fyrsta málþingið var haldið í Osló 29. mars í samstarfi við LO, norska alþýðusambandið, atvinnurekendasamtökin Virke, NVL og Samtök fræðslusambanda. Þátttakendur voru fulltrúar atvinnulífsins, stjórnmálaflokka og fræðsluaðila sem ræddu um tillögurnar í skýrslunni. Niðurstöðurnar kynntu norsku fulltrúarnir í netinu, Benedikte Sterner frá LO og Tormod Skjerve frá Virke.

Ríkisstjórnin í Noregi lagði nýlega fram stefnu um færniþróun. Tormod Skjerve frá Virke sem er í netinu taldi að niðurstöður norræna samstarfsins gætu nýst við innleiðingu á stefnunni í Noregi. Hann  nefndi meðal annars svið sem þyrfti að efla í Noregi og ekki eru greinileg í stefnunni en er lögð áhersla á í skýrslunni. 

Meðal tilmæla sem þátttakendum þóttu mikilvæga voru um þróun samhæfðs, heildræns kerfis til þess að lýsa og meta hæfni og færni sem eru lögmæt bæði í atvinnulífinu og í skólakerfinu. Mikilvægur liður í þróun slíks kerfis væri að skapa skilning og viðurkenningu á því námi sem á sér stað í atvinnulífinu. Þá féllu tilmælin um að efla þekkingu um hagræn sjónarmið færniþróunar í atvinnulífinu í góða jörð.