Sænsk nefnd um nám á vinnustað innan ramma starfskynninga

Sænska ríkisstjórnin hefur skipað nefnd um nám á vinnustað innan ramma starfskynninga. Verkefni nefndarinnar er að efla framlag aðila vinnumarkaðarins til þess að móta framtíðarskipulag náms í atvinnulífinu. Þá ber nefndinni einnig að hvetja til þróunar náms á þessu sviði.

 

Í mörgum kjarasamningum hafa aðilar vinnumarkaðarins sameinast um að auðvelda ungu fólki yfirfærsluna frá skóla út í atvinnulífið til þess að tryggja vinnuveitendum langtímafærni til framtíðar. Samningarnir byggja á meginreglunni um að einstaklingar sem skortir viðeigandi reynslu til starfa njóti leiðsagnar og menntunar hluta vinnutímans. 

Nánar: http://www.regeringen.se/sb/d/18289/a/238471