Sænska ríkisstjórnin vill innleiða hæfniramma

 

Ríkisstjórnin lagði fram frumvarp til laga á þjóðþinginu sem hefur ákveðið að eðlilegt sé að innleiða sænskan hæfniramma. Hæfnirammanum er ætlað að veita viðmið fyrir próf, vottorð og skírteini. Markmiðið með viðmiðarammanum  er að auðvelda samanburð á  hæfni bæði innanlands og erlendis. Það á að auðvelda einstaklingum, vinnuveitendum og fræðsluaðilum í ólíkum löndum að skilja á hvaða þrepi hæfnin er, sem aftur getur auðveldað einstaklingum að fá vinnu eða hefja nám í öðrum löndum innan Evrópu sem einnig hafa innleitt eigin viðmiðaramma. Sænski viðmiðaramma lýsir þekkingu, leikni og færni á átta þrepum. Fyrsta skrefið felst í að setja menntun í opinbera skólakerfinu á þrep, meðal annars framhaldsskóla og háskóla. Í næsta skrefi verður opnað fyrir umsóknir frá öðrum fræðsluaðilum eins og stéttarfélögum, atvinnulífinu og íþróttasamböndum  um að fella þeirra menntun að þrepum í rammanum. Stofnun starfsmenntaháskóla hefur verið falið að meta umsóknir og hægt verður að áfrýja niðurstöðum til yfirúrskurðarnefndar háskólanna. 

Meira