Sögulegar umbætur á starfsmenntun

Stýrihópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í Finnalandi hefur lagt til að starfsmenntabrautum fækki úr 351 í 166.

 

Stýrihópurinn leggur jafnframt til núverandi kerfi fyrir starfsnám- og sérstaka starfsmenntun  verði sameinuð í stærri einigu með því markmiði að veita  námsmönnum betri tækifæri til að takast á við atvinnulíf framtíðinnar. Námsmenn eiga einnig að hafa fleiri tækifæri og sveigjanlegri til að afla sér færni og sérhæfingar.

Fyrirhugaðar breytingar eru þær  umfangsmestu á starfsmenntun síðan námið var gert að þriggja ára námi í lok tíunda áratugar síðustu aldar. Fram til þess var áskorunum um færniþróun í atvinnulífinu mætt með nýrri starfsmenntun, sem hefur leitt til brotakennds skipulags náms og fjölgun námsleiða.

Meira