Sparnaðartillögur gætu orðið til þess að tugir alþýðufræðslumiðstöðva verði lagðar niður

Sparnaðaraðgerðir ríkisins og sveitarfélaganna gætu bitnað á alþýðufræðslumiðstöðvunum. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lagt til við fjármálaráðuneytið að framlög til miðstöðvanna verði lækkuð um 20 milljónir evra. Það ætti að leiða til 15 milljón evra sparnaðar fyrir sveitarfélögin.

 


Sparnaðaraðgerðir ríkisins og sveitarfélaganna gætu bitnað á alþýðufræðslumiðstöðvunum. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lagt til við fjármálaráðuneytið að framlög til miðstöðvanna verði lækkuð um 20 milljónir evra. Það ætti að leiða til 15 milljón evra sparnaðar fyrir sveitarfélögin.

„Við höfum sérstakar áhyggjur vegna litlu miðstöðvanna út á landi“ segirAnn-Maj Björkell-Holm, rektor fyrir Vasa Arbis. Þetta eru oft helstu menningastofnanirnar svæðisins og sinna þar að auki umsýslu með innflytjendur og flóttamenn. Niðurskurður á framlagi hins opinbera um 20 milljónir svarar til þess að leggja niður rekstur tíu stórra eða nítíu lítilla alþýðufræðslumiðstöðva. 
Í Finnlandi eru starfræktar 189 alþýðufræðslumiðstöðvar. Meirihluti þeirra er rekinn af sveitarfélögunum.

Nánar á: Yle.fi