Skýrsla Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á Íslenskum vinnumarkaði er komin út. Í skýrslunni fara sérfræðingar stofnunarinnar yfir landslagið á íslenskum vinnumarkaði næstu árin og greina hvar framboð og eftirspurn er eftir atvinnugrein og menntun. Undanfarin tvö ár hefur störfum aftur farið fjölgandi á Íslandi eftir litlar breytingar frá 2008.
Miklar sveiflur hafa verið í fjölda starfa síðasta áratug einkum meðal karla. Ný störf næstu þrjú árin verði að stórum hluta til í greinum sem tengjast ferðaþjónustu, byggingariðnaði og heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Skýrsluna á íslensku má nálgast hér