Staða táknmáls í Svíþjóð

 

Samband heyrnarlausa í Svíþjóð hefur markvisst unnið að þessu máli í samstarfi við önnur samtök. Þegar ríkisstjórnin  kynnti inntökuskilyrði háskólanna árið 2008 var sænska táknmálið ekki tekið með. Nú hefur menntamálanefnd lagt fram frumvarp á sænska þinginu þar sem lagðar eru til breytingar á inntökuskilyrðum við háskóla og að hið sama gildi um táknmál og nútímamál og það verði einingabært. „Þetta er afar ánægjulegur árangur fyrir stöðu táknmáls í Svíþjóð“, segir Ragnar Veer, formaður landssambands heyrnarskertra í Svíþjóð.

Meira: Mynewsdesk.com