Stafræn gjá aðeins minni í Finnlandi

Stafræn færni fullorðinna Finna á aldrinum 25 og 64 ára er betri en færni Evrópubúa að meðaltali.

 

Þetta kemur fram í skýrslu sem birt hefur verið á upplýsinganeti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Eurydice. Stafræn gjá er raunverulegt en oft ósýnilegt vandamál í Evrópu í dag.

Samkvæmt ákveðnum mælingum ná allt að 40 % fullorðinna Evrópubúa ekki að fylgjast með stafrænni þróun. Einstaklingar á aldrinum 25–64 ára sem tilheyra þeim hópi, telja að stafræn færni þeirra sé lítil – eða nota Netið annað hvort sjaldan eða aldrei. Þetta kemur fram í skýrslunni Adult education and training in Europe, sem birt var á upplýsinganeti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Eurydice haustið 2021. Skýrslan byggir á samanburði á milli fullorðinna og fullorðinsfræðslukerfanna hjá aðildarþjóðum að Eurydice-netinu.

Betri í Finnlandi

Staðan í Finnlandi er augsýnilega betri en að meðaltali í Evrópu. Af öllum þjóðum sem taldar eru upp í skýrslunni er hlutfall þeirra sem hafa bága stafræna færni eða skortir stafræna færni þriðja lægst í Finnlandi.

Um það bil 15 prósent fullorðinna Finna telja sig hafa bága stafræna færni. Aðeins 2 prósent fullorðinna Finna hafa ekki notað Internet síðastliðna þrjá mánuði. Til samanburðar er sambærilegt hlutfall íbúa í Búlgaríu heil 25 prósent. Þrátt fyrir að Finnar standi sig vel í samanburðinum eru samt fjölmargir sem eiga á hættu að dragast aftur úr. Þess vegna verður áfram lögð áhersla á stafræna færni í fullorðinsfræðslunni.

Lesið skýrsluna “Adult education and training in Europe: Building inclusive pathways to skills and qualifications” hér.