Stafræn þátttaka á dagskrá

Nýjasta net NVL ber nafnið NVL Digital og beinir sjónum næstu tvö árina að stafrænni þátttöku.

 

Þar sem flest í samfélaginu færist í átt að aukinni stafvæðingu er mikilvægt að tryggja að íbúar Norðurlanda læri að nota tækni og að skipulagning bæði þjónustu og menntunar sé hagað á þann hátt sem styður samstarf. Það krefst bæði þjónustuhönnunar og skipulagningar. Nú til dags er ekki lengur nóg að bjóða símenntun í notkun stafrænnar þjónustu, ekki er síður mikilvægt að hlusta á rödd þátttakenda og nýta reynslu þeirra og hugleiðingar sem hluta af náminu. Lýðræðissamfélag þarfnast stafrænt virkra borgara sem taka þátt í umræðum og þróun samfélagsins.

Nýju rannsóknaverkefni hrint af stað

Þess vegna hefur NVL Stafrænt hrint af stað tveggja ára rannsóknaverkefni til þess að kanna hvernig verkefni og aðgerðir sem snúa að stafvæðingu taka mið að röddum notenda og veita tækifæri til samstarfs um sköpun og samræðna. Tekið hefur verið saman yfirlit yfir skapandi verkefni og frumkvæði í skýrslu sem gefin verður út með vorinu. NVL hefur nýlega opnað nýjar vefsíður með upplýsingum um stafræna þátttöku á Norðurlöndunum. Netið mun einnig standa fyrir samráðsferlum á öllum Norðurlöndunum í byrjun hausts, um leið og fyrstu niðurstöður verkefnisins verða birtar og kynntar til umræðu.

Nánar um stafræna þátttöku

Nánar um NVL Digital