Stafrænir miðlar hafa gerbreytt lífi mínu

Framtíðin varð ekki eins björt eins og við héldum fyrir fáeinum árum síðan. Meðal annar vegna þess að tæknifyrirtæki í viðskiptum reyna að kaupa sálir okkar og vegna pólitískra vinda sem blása í ólíkar áttir eftir hverjar kosningar. DialogWeb hitti Alastair Creelma – á fjarfundi – áhrifavald í Distans neti NVL sem innan skamms verður lagt niður.

 
Foto: Johanni Larjanko Foto: Johanni Larjanko

–  Þetta er samtal sem við hefði alveg eins getað átt sér stað í eldhúsinu þínu, eða í herberginu mínu. Eini munurinn er að við getum ekki gert okkur grein fyrir hve hávaxin eða smávaxin við erum, en annars.. ég er ég. Þetta snýst allt um fólk, segir Alastair Creelman.

Það er rétt að ég sit í eldhúsinu mínu. Hann veit það vegna þess að við sjáum hvort annað á skjánum. Hann situr í vinnuherbergi sínu í Linné háskólanum í Kalmar, þar sem hann vinnur á stoðdeild fyrir kennslufræði fyrir háskólastigið. Við eigum samtal í gegnum Zoom fjarfundarbúnaðinn.

Distans net NVL var stofnað um sama leyti og NVL, það er að segja um miðjan fyrsta ára tug þessarar aldar. Alastair Creelman hefur verið þátttakandi í netinu í um það bil sjö ár. 

– Viðfangsefni netsins hafa alltaf snúist um að leita svara við spurningunni um hvernig nýta má stafræna tækni til að ná til þeirra sem ekki taka þátt í hinu hefðbundna menntakerfi. Þeir sem búa fyrir utan þéttbýlustu staðina eiga ekki að þurfa að flytja til að fá aðgang að námi. Mörg svæði á Norðurlöndunum glata fólki sem býr yfir mikill hæfni vegna þess að það flytur burt til að sækja sér menntun. Það hefur verið aflvaki í okkar starfi að fá þetta fólk til að halda sig í heimabyggð með aðstoð stafrænna miðla, segir hann.

Þögulir nemendur

Með stuðningi Nordplus hefur NVL Distans staðið fyrir nokkrum ólíkum verkefnum. Eitt af þeim var „Þögli nemandinn“ þar sem nám þögulla þátttakenda í námskeiðum voru rannsökuð. 

–  Í öllum bekkjum er fjölmennur hópur sem ekki segir neitt. Á netinu eru allir þögulir. Eru þeir að læra? Þarf nemandi að dansa og lá í sér heyra til að læra.  Þetta var áhugavert verkefni sem vakti talsverða athygli og við tengdum það mörgum viðburðum. 

Annað verkefni var kallað Paad, nærvera í fjarlægð. Með þessu verkefni vildum við varpa ljósi á árangursríkar leiðir sem farnar hafa verið í minni bæjum og sveitarfélögum. Hvernig hefur gengið hjá fræðslumiðstöðum sem stofnaðar voru fyrir 10 til 15 árum? Sumar starfa enn en aðrar hafa horfið og með verkefninu vildum við leita skýringa á þessu. 

– Tengslanetið hefur haldið fundi á öllum Norðurlöndunum. Fyrir mig persónulega hefur þetta verið ótrúlegt ferðalag, bæði andlega og í eiginlegum skilningi. Ég hef heimsótt alla kima Norðurlanda að Svalbarða og Borgundarhólmi undaskildum. Ég hef meira að segja fengið tækifæri til að sjá Grænland. Það hefur verið mikið ríkidæmi að fá tækifæri til að eiga samskipti við allt þetta fólk og ég veit að annað eins mun ekki  gerast aftur í framtíðinni.

Áttu við að draga þurfi úr flugferðum? 

– Einmitt. Í framtíðinni verði ég væntanlega að láta mér nægja minningarnar um Grænland. 

Eitt skref áfram og tvö afturábak?

Alistair Creelman er ekki viss um að þróunin stefni í rétta átt hvað varðar notkun stafrænnar tækni við menntun.

– Stundum er það eins og við troðum marvaðann. Það er eitt skref fram á við og tvö afturábak. Margt af því sem ræddum um fyrir mögum árum síðan eru við enn að fjalla um. Í mörg ár naut ævinám og fjölbreytni við val á nemendum lítillar athygli, að minnsta kosti hér í Svíþjóð. Nú er þetta aftur á dagskrá, en hver veit hvað það stendur lengi. Það þarf bara einar kosningar og stjórnarskipti og þá er skipt um stefnu. Það kemur og fer, segir hann.

–  Nú líta flestir aftur svo á að það sé nauðsyn þess að leggja áherslu á ævinám. Hefðbundnar hugmyndir um að bæði ævinám og nám á háskólastigi eigi bara heima í staðbundnu námi standast ekki skoðun. Við þurfum á símenntun að halda gegnum allt lífið og stór hluti af námi verður að vera um netið. Við getum ekki bara flutt í hvert sinn sem við höfum þörf fyrir að afla okkur menntunar. Námið, fjölskyldan og vinnan verða að eiga samleið á auðveldari hátt en verið hefur.

Hokin af reynslu  og varkárari

Fyrir fáeinum árum, þegar nýjabrumið var enn á samfélagsmiðlunum og allir vildu vera fyrstir til að skapa  snjöll öpp og rafrænar lausnir, bundu margir miklar vonir við þessa nýju tækni. Nú höfum við líka tekið eftir mörgum neikvæðum áhrifum, bæði hvað varðar fyrirætlanir tæknifyrirtækja og lýðræðislega samræðu.  

– Framtíðin varð ekki eins björt eins og við vonuðum. Við vorum svo afar bjartsýni þá, við trúðum á loforð tæknifyrirtækjanna um ný tækifæri, gegnsæi og tengsl í heiminum. Nú sjáum við bakhliðina með falsfréttum, hatursorðum á netinu og vaxandi viðskiptavæðingu, og við verðum að þróa yfirvegaðri afstöðu um möguleika og hættur, fyrst og fremst varðandi hvernig fyrirtækin nota upplýsingar um okkur. Nú erum við hokin af reynslu en mikið varkárari. Hvernig getum við skapað heim þar sem við höfum tækifæri til að starfa saman án þess að selja sálu okkar? Þessu má líka við þeir tilfinningar sem koma fram í Faust? Er gott að lokka námsmenn inn í þennan heim? Stuðlum við að því að þeir verði peð í ásókn fyrirtækjanna í ágóða með því að hvetja þá til að nýta þessa tækni? Eða getum við gert þetta með öðrum hætti, eru til verkfæri sem ekki eru jafn undirlögð viðskiptalífinu? Veltir Alastair Creelman fyrir sér. 

„Ég hef sæst við hið opna“

Þrátt fyrir ókostina hefur stafvæðingin haft mikil áhrif á starf Alastairs. 

–  Líf mitt hefur gjörbreyst við tilkomu stafrænna miðla. Ég á gífurlega stórt net um allan heim. Ég hef haft tækifæri til þess að taka þátt í netum eins og Distans neti NVL, sem ég hefði ekki fengið ef ég hefði ekki verið virkur og deil með öðrum í gegnum stafræna miðla.  Ég er ekki mikill fræðimaður, en ég hef sæst við þið opna. Það hefur skilað arði. Fólk spyr mig hvort ég vilji halda fyrirlestur og taka þátt í ólíkum viðburðum. Það hefur verið aldeilis frábært, svo ég hef aðeins notið góðs af stafrænni samvinnu um árabil, segir hann og bætir við:  

– Ég vildi óska að fleiri uppgötvuðu tækifærin til þess að komast út í heim, taka þátt í stafrænu samstarfi. Jafnvel þó þú búir á örlítilli eyju þá geturðu tekið þátt, svo lengi sem þú hefur aðgang að netinu. Þú getur áorkað svo ótrúlega miklu. Tæknin er ekki aðal hindrunin. Það eru viðhorfin, hefðirnar og hugarfarið. Það er þörf á að hafa áhrif á viðhorf fólks til tækninnar. Hún snýst ekki bara um að þrýsta á hnappa, heldur verður fólk að tileinka sér að umgangast með aðstoð tækninnar, eins og við tölum saman núna. Við bæði heyrum í hvort öðru og sjáumst. 

Margir gefast upp á fjarnámi?  

Heyrst hefur að margir gefist upp á fjarnámi vegna þess að fólki finnst það vera einangrað. 

– Já. Það er nokkuð til í því. Til eru fjölmargar mýtur um fjarnám sem ég reyni að draga úr, þetta er ein þeirra. Það er ekki afhendingaraðferðinni sem er ástæðan fyrir gegnumstreymið. Könnun sem við framkvæmdum leiddi í ljós að það sem hafði helst olli því að nemendur gáfust upp voru gæði kennslufræðinnar. Til eru þeir sem halda að fjarkennsla snúist um stafla af pdf-skjölum eða glærum, leggja það út á vettvang og láta fólk sjá um allt sjálf. Víða um lönd eru í boðið fjarnámsleiðir sem eru lélegar, sem enda allar í einstefnu, samskiptin eru öll á annan veginn, sjálfsafgreiðsla. Ef þú skilur ekki eitthvað áttu bágt. Afar lítill stuðningur, ósýnilegir kennarar. Allt er við það sama, fólk gefst upp, finnst ekki vera eftir því tekið. En það er samt hægt að gera fjarnám, til dæmis með verkfærum eins og við notum núna. Er þetta eitthvað annað en andliti til andlits? Ég ætla til dæmis að taka þátt í netnámskeiði með átta persónum eftir nokkrar klukkustundir, mér finnst ég standa þessu fólki mikið nær enn það sem ég hitti í skólastofunni. Við lítum í augu hvers annars, við tjáum okkur með höndunum, við hlæjum og skemmtum okkur saman. Sjaldgæft að ég upplifi slíka stemningu í skólastofu. 

Sjálfsnám hentar ekki öllum 

Annað vandamál, staðhæfir hann, er að í margskonar fjarnám við háskólana veita þeir 3-400 stúdentum inngöngu. Það er ógerlegt fyrir kennarann að hafa persónulegt samband við allan þennan fjölda stúdenta.  

– Þá færð þú á tilfinninguna að þú sért ekkert. Þá er um að ræða sjálfsnám. Bara að njóta stöðunnar.  

Þess háttar sjálfsnám hentar aðeins þeim sem eru vanir námi. 

– Margir af þeim nýju hópum stúdenta sem við reynum að laða að hafa slaka sjálfsmynd og trúa því ekki að þeim nái tökum á háskólanámi. Þeir skilja ekki fagmálið. Við minnsta mótvind, ef eitthvað er ekki skýrt, eða ef enginn svarar, verður það að sönnun þess að „ég vissi það, ég er of heimskur fyrir þetta“. Og margir kennarar njóta ekki stuðnings yfirmanna sinna. Þeir vita ekki hvernig þeir eiga að bera sig að, og þá gera þeir alveg eins og þeir gera í skólastofunni. Síðan kenna þeir sendingarhættinum um, að þetta var fjarkennslunámskeið.  Þar með verður þetta spádómur sem rætist af sjálfu sér. 

Hvaða þarfir telur Menntamálastofnunin í Svíþjóð blasa við í fjarkennslu í framtíðinni?

  •  Það er þörf fyrir að þróa áfram sveigjanleg námsform eins og fjarkennslu og starfsnám í bland við stuðningsaðgerðir og eða tungumálakennslu. Skólastjórnendur verða því að velta fyrir sér hvernig þeir ætla að gera fullorðinsfræðsluna sveigjalega í tíma og rúmi um leið og hún verður að vera einstaklingsbundin og geta veitt nemendum stuðning og sérstaka aðlögun.
  • Eftirspurnin eftir fjarkennslu hefur vaxið mjög mikið undanfarin ár, meira að segja í grunnnámi á framhaldsskólastigi og sænskukennslu fyrir útlendinga. Gert er ráð fyrir það tengist meðal annars núverandi uppsveiflu í hagkerfinu og að margir hafi af þeim sökum atvinnu og vilji gjarnan stunda nám samhliða. Samtímis reynist víða erfitt að fylla öll pláss í staðbundnum námskeiðum.
  • Margir nemendur sem vilja leggja stund á fjarnám þurfa á stuðningi og leiðsögn að halda til þess að ná árangri í náminu. Mörgum finnst að hvorki sveitarfélögin né fræðsluaðilar hafi náð að fylgja þróuninni eftir. Sum sveitarfélög veita fjarnemum stuðning með leiðsögn og tungumálastuðningi með stuðningsfulltrúum við fræðslumiðstöðvarnar, en á flestum þeirra er ríkjandi þörf fyrir úrbætur.

(Þetta er útdráttur úr skýrslu um fullorðinsfræðslu í fjarnámi sem Menntamálastofnunin í Svíþjóð mun birta)

Meiri hönnun á námsvettvangi

Alastair segir frá því að flestir stúdentar ljúki fjarnámi á ótal starfnámsbrautum í háskólunum, þar á meðal kennara- og hjúkrunarfræðinganámið. Það nám þurfi ekki að vera staðbundið í háskólahverfinu. Ef góð fræðslumiðstöð er í nágrenninu geti þeir sinnt hluta af námi sínu þar. 

– Ef tekist hefur að skapa hópa fyrir stúdentana er augljóst að þar ríkir meiri samstaða og þeim finnst þeir heyra til, að þeir séu í námi við háskóla. Það ætti að vera hægt að koma á hópum sem væru algerlega stafrænar. Hægt er að nýta fjölbreytt úrval af samskiptum við stúdentana, til dæmis með bæði myndböndum og texta. Þegar maður vinnur í flestum námskerfum er aðeins um að ræða texta, það er eins raunalegt og verið getur. Það er engin hönnun, ekkert sem dregur að og er spennandi. Aðeins textaviðhengi. Ekkert undarlegt að fólk sé lúið. 

–  Þú átt við að stafrænn námsvettvangur þyrfti að verða sjónrænni?

– Já. Og þess finnast góð dæmi. En það er skortur á slíku. Á hverri ráðstefnunni á fætur annarri ræðum við þetta, endurtökum það sama sem við sögðum fyrir tíu árum. Suma hefur borist örfá skref fram á við, en ég get ekki séð að um neina byltingu sé að ræða. Eins og ég sagði, það eru ekki verkfærin og tæknin sem eru vandamálin í raun og veru, það er viljinn til að gera tilraunir, viljinn til að reyna eitthvað nýtt. Skortur á stuðningi við kennarana, skortur á stuðningi við nemendur. En það eru til lofsverðar undantekningar.

Lyndistáknin – ígildi bross

Mörgum finnst tákn Netsins fyrir tilfinningar eins og lyndistákn og merki um að „lika“, vera fráhrindandi en það á ekki við um Alastair Creelman.

– Við höfum verið göbbuð til að trúa þeirri hugmynd að þegar við hittumst á netinu þá sé eiginlega ekki um okkur sjálf að ræða, heldur netheiminn og eitthvað hókus pókus í tengslum við hann. Fólk hefur þörf fyrir að sjást og heyrast og fá endurmat, en það gerist á ólíkan hátt á netinu. Margir gleyma að á netinu þarf maður að nota þessi lyndistákn um hvernig manni fellur eitthvað, þumalinn upp og þess háttar. 

Skrifi ég innlegg í umræður og enginn smellir á „like“ hnappinn eða svarar, er það jafn slæmt og ég segi eitthvað á raunverulegum fundi og enginn sýnir nein viðbrögð. Brosi, kinki kolli, staðfesti að ég sé til. Mörgum finnst þessi tákn eins og lyndistáknin og „like“ táknin vera asnaleg en þau eru ígildi bross eða höfuðhneigingar sem við höfum svo sannarlega þörf fyrir í raunveruleikanum annars verðum við skrítin. Ímyndaðu þér bara ef einhver hunsaði þig heilan dag í vinnunni, þá myndi þér ekki líða vel. 

– Oft held ég að við gerum of mikið úr því áþreifanlega. Að skólastofa með kennara sé hinn fullkomni námsvettvangur. Eru til sannanir fyrir því? Skólastofan getur stundum verið versti staðurinn fyrir umræður, stunum er netið betur fallið. Það var meðal þess sem við fjölluðum um í verefninu um þöglu nemendurna. Sumir njóta sín betur í stafrænum samskiptum. Stafrænt umhverfi getur einnig boðið lesblindum stuðning og sama gildir um aðra fötlun, segir hann.   

Viku eftir að viðtalið fór fram var haldin erfidrykkja í Kalmar. Þá gætti Johanni Larjanko NVL fulltrúinn sem stýrði netinu að taka myndirnar sem fylgja greininni. 

– Allt tekur enda. Til er annað fólk með ferskar hugmyndir sem tekur við. En ég mun sakna þess að segja vinnufélögum mínum að ég sé á leiðinni til Færeyja eða Íslands, segir Alastair Creelman að lokum í samtali okkar. 

Krækjur 
Nánar um Distans net NVL hér. 
Lesið skýrsluna um þöglu námsmennina (e.Silent learners – a guide) hér
Lesið um Nordplus-verkefnið Paad (Presence at a distance) hér