Þetta kemur fram í könnun sem Hæfnistofnun Noregs gerði haustið 2020. Í bráðabirgðaniðurstöðum könnunarinnar kemur fram að alls 24 % (yfir 600.000 einstaklingar) á aldrinum 16 ára og eldri búa ekki yfir stafrænni hæfni.
Flestir án stafrænnar hæfni meðal eldra fólks og þeirra sem hafa skemmri menntun
Einkum eldri og fólk með skemmri menntun sker sig úr.
Af þeim „ekki stafrænu“ eru 80 prósent 60 ára eða eldri. Með öðrum orðum búa fjórir af hverjum fimm 60 ára eða eldri ekki yfir stafrænni hæfni. Meðal eldri borgara búa 39 prósent ekki yfir starfrænni hæfni. 60 prósent eldra fólks búa yfir miðlungs eða mikilli hæfni. 5 prósent af vinnandi og 5 af þeim hafa æðri menntun búa ekki yfir stafrænni hæfni. Aðrir aldurs- og launahópar sem eru starfandi teljast einnig til hópsins.
Skilgreining
Að búa ekki yfir stafrænni hæfni þýðir samkvæmt skilgreiningu í könnuninni að vera ekki fær um að nota tölvu, spjaldtölvu, snjallsíma eða Internetið. Þá teljast þeir sem hafa litla stafræna grunnleikni líka til hópsins.
Skýrsla væntanleg veturinn 2021
Hæfnistofnun Noregs birtir skýrslu með fleiri niðurstöðum úr könnuninni um stafræna hæfni þjóðarinnar á fyrsta ársfjórðungi 2021. Í skýrslunni eiga að vera greiningar á því hvað hefur áhrif á mismun á stafrænni hæfni meðal íbúa Noregs og beina á sjónum að eldri borgurum og þeim sem eru ekki á vinnumarkaði.
Nánari upplýsingar um könnunina má finna hér