Starf ríkisstjórnarinnar á sviði aðlögunar færist til þekkingargeirans

– Lykilþáttur í aðlögun er menntun og hæfniþróun fyrir atvinnulífið, sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, þegar hún þann 17. janúar sl. kynnti nýja, breiðari ríkisstjórn með þátttöku, Frjálslynda flokksins Venstre, Framfarflokksins og Hægri flokksins.

 
Jan Tore Sanner Marte Garmann Jan Tore Sanner

Bæði ráherralisti og skipting ráðuneyta breyttust og Jan Tore Sanner, nýr þekkingar- og aðlögunarráðherra axlar ábyrgð á starfi ríkisstjórnarinnar sem varðar aðlögun innflytjenda. Um leið var aðlögunardeildin flutt frá dómsmála- og innríkisráðuneytinu og með í kaupunum fylgdi ráðuneyti aðlögunar og fjölmenningar sem aðstoðar flóttamenn við að setjast að og meta hæfni þeirra.

– Aðlögun mun krefjast mikils af mér, en einnig öðrum, því hún mun aðeins takast með sameignlegu átaki, sagði Sanner þegar hann hafði tekið við lyklunum að ráðuneytinu. 

Nánar um nýja ríkisstjórn hér