Starfsferilsráðgjöf fyrir fullorðna á vinnumarkaði

Verkefnið er hagnýtt og veitir innblástur og hugleiðingar um það ráðgjafarsvið er varðar ráðgjöf um þróun starfsferils fyrir fullorðna. Verkefninu fylgir kynning á hagnýtum verkfærum fyrir ráðgjafa sem vinna með fullorðna á vinnumarkaði og sem hægt er að nálgast á aðgengilegan og auðveldan hátt.

 

Þetta Nordplus verkefni er þróunarverkefni með þátttakendum frá Íslandi, Finnlandi og Danmörku. Megin markhópurinn eru norrænir ráðgjafar sem sinna fullorðnum en samtök og stofnanir í menntakerfinu og atvinnulífinu og aðrir sem fást við fullorðna og ráðgjöf um þróun starfsferils gætu líka haft gagn af því.

Meginmarkmið verkefnisins er að veita aðstoð við ráðgjöf fyrir fullorðna á vinnumarkaði, sem þarfnast athygli. Örar samfélagsbreytingar eiga sér stað. Það sama á við um vinnumarkaðinn og þar er aukin þörf fyrir breytingar, færniþróun og að fólk færist á milli starfa. Í umræðunum er mestur þungi á þörfum samfélagsins. Í þessu verkefni er því öfugt farið og áhersla er lögð á hvernig einstaklingar geta fundið leiðir á breytilegum vinnumarkaði og hvernig unnt er að taka mið af þeirra vali, áhuga og gildum og skapa samhengi þvert á færni sem aflað hefur verið með menntun, atvinnu og þátttöku í frjálsum félagasamtökum. Gegnumgangandi er skilningur á nauðsyn ráðgjafar við þróun starfsferils og hverju hún skiptir í öllum breytinga- og aðlögunarferlum

Í verkefninu er megin áherslan lögð á þann hluta starfsþróunar sem snýst um tilfærslu á milli starfa. Miðlægt í verkefninu er breiður skilningur á starfsferli og hæfni og að starfsferil má þróa í allar áttir og byggja á þeirri hæfni og eiginleikum einstaklingarnir búa yfir og sem nýta má í nýju og annars konar samhengi. Að bera kennsl á hæfni með aðferð sem kafar dýpra, en sú sem oftast er beitt við mat á raunfærni er tengd ráðgjöf um þróun starfsferils.

Efnið skiptist í ólíka hluta:

  • Ramma um starfsferilsráðgjöf og vinnumarkað, formgerist eins og í þróun vinnumarkaðarins og atvinnulífs, skilningur á starfsferli og hæfni og því sem einkennir aðstæður fullorðinna, yfirfærslu, andstöðu við og hvatningu til breytinga.
  • Fleiri en 20 raundæmi úr atvinnulífinu sem lýsa breiðum skilningi á stafsferli og hæfni.
  • Kafla um ráðgjöf með vangaveltum og fjölda æfinga um færnigreiningar, sjálfsþekkingu, starfsferilskönnun og starfsval/aðgerðir.
  • Kafla með samantekt, þar sem fjallað er um hver séreinkenni ráðgjafar fyrir fullorðna eru og að hverju ráðgjafar þurfa að gæta við slíka ráðgjöf. Í framhaldinu er einnig umfjöllun um hvaða rammar þurfa að vera fyrir ráðgjöf um þróun starfsferils í tengslum við umfangsmeiri ferli tengdum breytingum eða tilfærslu í starfi. Þetta á jafnframt við um þekkingu ráðgjafa.
  • Tillaga um dagskrá námskeiðs fyrir þá sem sinna ráðgjöf um þróun starfsferils um starfsferilsráðgjöf og þróun atvinnulífsins.

Hér má nálgast umfjöllun um verkefnið Starfsferilsráðgjöf fyrir fullorðna. Efni til innblásturs og íhugunar (dk. Karrierevejledning af voksne i arbejdslivet. Materiale til inspiration og refleksion).

Tengiliður: Mette Werner Rasmussen mettewerner@live.dk