Starfsmenntaháskóli stofnaður

 
Sænska ríkisstjórnin hefur lagt til að starfsmenntaháskóla verði komið á laggirnar árið 2009. Þar á að bjóða upp á starfsmenntun sem er á háskólastigi en ekki er boðið upp á í háskólum í dag. Þetta á einkum við um löggilta starfsmenntun og símenntun á háskólastigi. Að mati ríkisstjórnarinnar verður kostnaðurinn, að meðtöldum kostnaði við námsstyrki, 50 milljónir SEK (710 milljónir ísl. króna) á árinu 2009 og tæplega 1,5 milljarður íslenskra króna árin 2010 og 2011.
www.regeringen.se/sb/d/10942/a/111679